Gróðurhúsaáhrif á Diskóflóa

Ég hef sjálfur unnið við flug um Diskóflóa nokkra vetur og t.d. var ísinn veturinn 2004 ekki nema smá skán í tvær vikur en 2001 var mikill og þykkur ís.

Þeir sem eru fullvissir um að gróðurhúsaáhrif séu nánast að valda heimsendi eins og við þekkjum hann hafa mikið notað það sem rök að ísinn sé horfinn af Diskóflóa enda lagði flóann alla vetur frá 1960 og var vel hundasleðafær í nokkra mánuði.

Spurning hvað á að segja núna um gróðurhúsaáhrif þegar flóann leggur aftur svona rækilega.


mbl.is Kaldasti vetur á Grænlandi í tíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki hægt að segja af eða á með gróðurhúsaáhrifin þó það leggist í langvinnar norðanáttir.

Kalli 16.1.2008 kl. 13:26

2 identicon

Hehe, það er rétt. Ekki það að gróðurhúsaáhrifin sé eithvað sem við eigum að leiða hjá okkur sem vitleysu, en fólk á það til að vera fljótt á sér þegar það sér minnnstu breytingar á loftslagi. Svona sveiflur eru eðlilegar og við höfum í gegnum aldirnar séð miklu miklu verra. Það má ekki gleyma því að "tíu ár" er ekki rassgat í rauninni séð.

Danni 16.1.2008 kl. 13:37

3 identicon

Þetta er dæmigerð ekki frétt, það er akkúrat ekkert að marka einangruð tilfelli kólnunar á stöku stöðum þegar verið er að ræða um hlýnun jarðar. 

Láyið nú ekki snúa svona á ykkur, skoðið hundrað staði í hundrað ár og athugið hvað niðurstöðu það gefur! 

skuggabaldur 16.1.2008 kl. 13:48

4 identicon

Það var víst ræktað korn á Íslandi í nokkrar aldir eftir landnám ef eitthvað er að marka íslendingasögurnar. Svo kom kuldaskeið sem gerði það að verkum að slík iðja datt upp fyrir, kunnáttan tapaðist og íslendingar fóru að reiða sig á mjög svo stopular kornsendingar erlendis frá. Á síðustu árum og áratugum hafa menn svo verið að prófa sig áfram með kornrækt með góðum árangri þannig að maður spyr sig hversu stór hluti af þessum hitasveiflum séu af mannavöldum og hversu stór sé vegna náttúrulegra hitasveiflna.

Gestur 16.1.2008 kl. 13:52

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

"marka einangruð tilfelli kólnunar á stöku stöðum" já en það þýðir líka að það er ekkert að marka einangruð tilfelli hlýnunar á stöku stöðum.

Fannar frá Rifi, 16.1.2008 kl. 15:00

6 identicon

Gróðurhúsaáhrifin eru ábyggilega bara rugl, eins og sannast á þessum fimbulvetri á Grænlandi. (Látum ekki óvenjulegt veðurfar í Mið-Austurlöndum, Suður-Evrópu og víðar trufla þá tilgátu.)

Það er annars stórmerkilegt hvað fólk sem hefur kynnt sér náttúruvernd (annarsstaðar en á moggablogginu og huga) er heilaþvegið af þeirri skoðun að við berum einhverja ábyrgð á því hvaða ógeði við dælum út í andrúmsloftið. Meiri hysterían í fólki að vera að hlusta á álit helstu loftlagssérfræðinga veraldar sem telja engan vafa leika á loftlagsbreytingum af mannavöldum.  Helstu leiðtogar veraldar láta svo hræða sig til að koma saman á Balí til að ræða aðgerðir og jafnvel Bandaríkjamenn láta ginnast til að samþykkja að þeim komi þetta við. Bara út af móðursýkinni í nokkurhundruð doktorum úr öllum heimsálfum.

Þetta er náttúrulega bilun. 

Eva 17.1.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband