17.11.2008 | 23:39
Tristan Logi
Sonur minn átti eitt gullkorn um daginn. Við vorum að gera okkur klár í skólann og Tara kvartaði um að hún finndi til í fætinum þar sem hún var með marblett! Tristan skoðaði marið af miklum áhuga.
TL: Ég er líka með svona blett.
Ég: Nú!
TL: Já, en hann stækkar og stækkar! ég held ég sé að verða brúnn eins og Jen.
Ég: Jáhh er það? En er það ekki bara allt í lagi.
TL: Neihh... ég vil ekki vera brúnn.
Ég: (Mjög hissa) Núhh.. hvað er ekki bara fínt að vera brúnn?
TL: Neihei, ég vil sko ekki tala ensku!
Það má kannski bæta við að áður um helgina þegar við Tara vorum búinn að vera að læra nokkur orð í ensku þá lýsti hann því yfir að hann ætlaði sko ekki að læra þetta. Hann ætlaði sko að læra "Rússlenzku"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.