25.9.2008 | 19:40
Rocketman
Þessi gæi er náttúrulega mega töffari. Þetta hlýtur að vera meiriháttar gaman að fljúga þessu tæki sem er knúið áfram af fjórum litlu þotumótorum (Jet turbine). Hann stýrir þessu með þyngdarflutningi og flugtakið er framkvæmt með því að stökkva úr flugvél og breiða þá úr vængnum og ræsa mótorana. Síðan nær hann allt að 300km hraða á þessu. Hann lendir síðan með því að opna fallhlíf og lenda í henni. Hann hefur flogið lengst í einu í 11 mínútur.
Margir hafa útbúið og reynt að smíða nothæfan þotuvæng en með misjöfnum árangri. Þessi útfærsla virðist vera vel heppnuð og hefur góða flugeiginleika og er tiltölulega auðvelt að stjórna.
Yves Rossi er 48 ára og starfar sem atvinnuflugmaður hjá flugfélaginu Swiss.
Eldflaugarmaðurinn hættir við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.