Tour de Islande

tdi

tdi1

Nú er ég búin að vera að hjóla á racer hjóli nokkrar vikur og þetta er meiriháttar gaman. Það er verst að maður getur varla hætt Cool 

Það er mjög létt að hjóla þessu og þægilegur ferðahraði er 30-35 km/klst en lítið mál að fara í 40-50 km í spretti ef göturnar leyfa það. Verst er að þetta gengur eiginlega ekki á göngustígana, bæði eru þeir oft óslettir og maður nær bara ekki hraða í beygjunum. Ég hef reynt helst að vera á fáförnum götum. Innan miðbæjar hraða heldur maður léttilega en er bara smá skrítið að hjóla í traffíkinni í hringtorgum oþh. Hjóla samt ekki í traffík nema geta haldið sama hraða.

Dekkin eru nú ekki hrifinn af möl og glerbrotum, búið að springa dekk 3svar hjá mér enda eru dekkin örþunn, bara eins og pappír á þykkt, slangan er eiginlega þykkari.

Pedalarnir eru öðruvísi en ég á að venjast. Maður notar spes skó í þetta sem læsast við pedalana svo maður geti togað upp líka þegar maður hjólar. Verður gaman að fara lengri ferðir á þessu í sumar Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott græja cannondale kannski eins og félagi mirco var á í jonesboro snilldar græja

Friðrik Sverrisson 22.6.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Walter Ehrat

Þetta er top of the line Frissi minn. Europris special edition  Ekki alveg Cannondale en það stendur bæði "Magnum" og "Sport" á því svo þetta hlýtur að vera eitthvað voða fínt.

En það er reyndar bara ansi gott að hjóla á þessu þó það hafi ekki verið dýrt

Walter Ehrat, 29.6.2008 kl. 19:23

3 identicon

Hver ert þú og hvað hefur þú gert við vin minn hann hefði aldrey sest upp á farartæki sem er ekki knúið áfram af mótor

M agnus 3.7.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband