Selvogsgata - Þjóðleið

Ég skrapp í smá gönguferð í gær. Gekk Selvogsgötu, gamla þjóðleið frá Hafnarfirði um Grindaskörð til Selvogs, frá bílastæðinu á Bláfjallaveginum frá Hafnarfirði.

Það var sólskin en smá vindur og frekar kalt semsagt mjög góðar aðstæður til göngu en reyndar var smá sólbráð sem gerði færið frekar þungt á köflum þar sem skurnin á hjarninu var það veik að maður pompaði niður um í hverju skrefi en á láglendi þar sem sá í auða bletti var svo mikil drulla að það var betra að ganga í snjónum. Semsagt færið var ansi þungt en þetta var skemmtilegt og tók vel á. Ég lagði af stað kl 10 og gekk stanslaust nema örstutt stopp til að setja á mig og taka af mannbrodda í Grindaskörðum og tók svo 30 mín stopp á endastöð við Hlíðavatn þar sem ég stalst inn á sólpall á sumarbústað til að þurrka fötin mín aðeins áður en ég snéri við og gekk til baka.

Ég kom síðan aftur að bílnum kl 21 eftir 11 tíma ferðalag og þar af um 10:20 á stanslausri göngu og ekki laust við að ég væri orðinn ansi þreyttur eftir þetta 36 km labb. En gaman var þetta og ágætur undirbúningur fyrir Hnjúkinn.

Selvogur_Grindaskörð

Selvogur_Hlíðarvatn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja þá ert þú endanlega gengin af göblonum orðin heilsufrík ég held að ég verði ð koma heim og hella smá bjór í þig.

Þú hefðir alveg sleppa mindinni af þér á síðbrókinni það var eithvað sem mig lagaði ekki að sjá

Magnus Einarsson 3.4.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Walter Ehrat

Haha... It´s for the ladies man

Walter Ehrat, 3.4.2008 kl. 22:00

3 identicon

Ok alt labbið og koma sér í form gæti hjálpað með dömurnar en myndin fær þær til að hlaupa í burtu. Þannig að þú ert back to square on og öll líkamsræktin eiðilögð með einni mynd.

Magnus 6.4.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Walter Ehrat

Já ég ætlaði fyrst að bísa mynd af þér af síðunni þinni en datt í hug að þú yrðir ekkert ánægður ef það færu að spretta upp svona Magga wannabe síður um allt hehe....

Walter Ehrat, 6.4.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband