Hnjúkurinn nálgast

Nú styttist óðum í ferð mína og félaga á Hvannadalshnjúk þann 23. apríl. Ég er búinn að standa í ströngum æfingum og sigraði, í gær, meðal annars hátind drottningar suðurnesja eða fjallið Keilir Smile, sem er reyndar einhverjir 379 metrar ef ég man rétt.

 En annars án alls gríns þá er ég að hlaupa og púla eins og vitleysingur þessa dagana svo ég verði ekki bara skilinn eftir á fyrstu metrunum á hnjúkinn. Það er svona ca 15 tíma labb svo ekki veitir af að vera í formi. Mikið hlakkar mig til að fara þetta. Hef oft flogið þarna á þyrlu og líka á Keilir sosem svo það er ekki eins og ég hafi aldrei komið á þessa toppa á landinu en að ganga þetta verður sérstök upplifun.

hnjukurinn08 copy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband