25.3.2008 | 23:45
Lyftikraftar virka í þyngdarleysi
Takao Doi kastaði boomeranginu inni í ISS geimstöðinni og þar er andrúmsloft svo að kraftar lofts virka á vængi bjúgverpillins til að mynda lyftikrafta sem aftur valda því að hann snýr aftur að upphafstað. Það gerist þannig að sá vængur tækisins sem ferðast áfram í kastátt ferðast hraðar í gegnum loftið en vængurinn sem snýr undan kastátt sem veldur auknum lyftikrafti á öðrum helming blaðdisksins og fær hann til að beygja í boga aftur að uppruna stað sínum.
Og lyftikraftar eru ekki háðir þyngdaraflinu til að virka eins og Hr Doi sannaði þó það hafi reyndar verið vitað áður enda var þetta bara tilraun til gamans gerð í frítíma.
Ef að Hr Doi hefði kastað bjúgverplinum utan geimstöðvarinnar út í geim eftir nákvæmum ferli hefði hann hugsanlega getað komið honum á sporbaug þar sem geimstöðin er á um 7km/sek hraða (25.000 km/klst) og þeir kraftar ættu að duga. Ef hann hefði aftur á móti kastað honum úr kyrrstöðu hefði hann ekki haft nógan kraft og bjúgverpillinn hefði svifið til jarðar með tíma fyrir áhrif aðdráttarafls jarðar.
Búmerang virkar úti í geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...sagði maðurinn sem þykist ekki skilja bókmenntir.
Eva 26.3.2008 kl. 09:41
Veit ekki alveg hvað þú átt við?? En ef þú átt við með bókmenntir í skilningi "Menning og List" þá hef ég einfaldlega mjög lítinn áhuga á því! En ég skil alveg bókmenntir sem fjalla um ævisögur, landkönnun og ýmis gagnleg fræðistörf enda býsna fær í lestri
Walter Ehrat, 27.3.2008 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.