Messenger

Geimfarið Messenger (Ekki Messanger eins og Visir.is segir) fór hjá Merkúr 14 janúar og hóf þá að senda upplýsingar til jarðar. Messenger er búinn að vera 3.5 ár á leiðinni og hefur ferðast 2milljarð mílna sem verður að teljast dágóður spotti.

Nafnið Messenger stendur fyrir "MErcury Surface, Space ENvironment, GEochemistry, and Ranging"

62053main_mess-payload1

Árið 1974 og 5 fór Nasa geimfarið Mariner 10 hjá Merkúr og myndaði yfirborð plánetunnar. Messenger mun núna fljúga hjá Merkúr í tvö skipti til viðbótar þar til hann fer á sporbaug 2011 og mun klára að kortleggja plánetuna.

Merkúr er sú pláneta í sólkerfinu sem er næst sólinni og er birta sólar allt að 11 sinnum meiri þar en hér á jörðinni og hitasveiflur frá -180°c til +430°c.

Af Vísir.is

Vísindamenn í skýjunum vegna mynda frá Merkúr

mynd

Vísindamenn eru yfir sig hrifnir af myndunum sem Messanger, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sendir frá plánetunni Merkúr þessa dagana.

Messanger er fyrsta geimfarið sem fer á sporbaug um Merkúr og myndir þær og upplýsingar sem farið sendir hafa varpað nýju ljósi á plánetuna. Meðal annars hafa fundist traustar sannanir fyrir því að eldfjallavirkni var til staðar á plánetunni fyrr á tímum.

Stór fjöll eru til staðar á Merkúr sem myndast hafa í eldgosum eða jarðhræringum og á yfirborði plánetunnar er að finna gíga eftir loftsteina sem eru ólíkir þeim gígum sem finna má á tunglinu.

Á myndinni sést einn af gígunum sem taldir eru sanna eldfjallavirkni á Merkúr. Hann hefur hlotið nafnið Símagígurinn vegna sérkennilegrar bergmyndunnar í honum miðjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband