27.1.2008 | 13:29
Steinmyndir eða Osama?
Frétt af mbl.is um Marsbúa eða álfa
Sumir segja að þarna sé Osama bin Laden lifandi kominn loksins, reyndar bara 6cm hár og í 300 millj km fjarlægð frá jörðu svo það er erfitt að innheimta gjaldið sem er sett til höfuðs honum en þetta eru nú bara forvitnilegar steinmyndir því miður.
Athyglisvert er hversu vel Mars ökukannarnir tveir Opportunity og Spirit hafa dugað en þeir lentu á Mars í janúar 2004 og áttu að duga í 90 daga. Í dag 4 árum síðar eru þeir enn við vinnu að rannsaka jarðveg og mynda yfirborð Mars á sitthvorri hliðinni.
Nú er reyndar vetur á Mars og því lítið um sólarljós til að hlaða rafhlöður ökutækjanna og því starfsemi í lágmarki en þess má geta að Mars árið samvarar 687 Jarðdögum.
Marsbúi eða garðálfur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.