12.12.2007 | 19:09
Veiðiþjófar
Já sumir eru óheppnari en aðrir.
Solomon Nyanjui brotlenti þyrlu sinni í skóg í Kenya og þetta er annað þyrluóhapp sem hann lendir í á tveimur árum. Það kemur reyndar ekki fram hvort hann hafi verið flugmaður í fyrra slysinu eða bara um borð.
Einnig er ekki ólíklegt að starf hans sé þess eðlis að það sé hættulegt. Hann flýgur fyrir Kenya Wildlife Service KWS og hefur líklega eftirlit með veiðiþjófnaði sem hluta af starfi sínu og ekki eru veiðiþjófarnir þar ánægðir með að vera truflaðir við iðju sína en fílabein og pelsar af sjaldgæfum dýrum er stór starfsemi þarna.
Það er ólíklegt að Kenya Wildlife Service sé með þyrlu í notkun eins og myndin sem fylgir Moggafréttinni en það er UH-60 Blackhawk/Pavehawk. Yfirleitt eru notaðar þyrlur af gerðinni Bell206 eða AS350. Myndin að ofan er af Bell 206L LongRanger sem KWS notar.
Reyndar er fréttin gömul en Solomon fannst 24. nóvember. Endilega skoða vefsíðu KWS hér
Lifði á laufum og eigin þvagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.