11.12.2007 | 08:35
Steve Fossett
Þann 3. september 2007 kl 08:45 hóf Steve Fossett sig til lofts á Bellanca Super Decathlon flugvél sinni. Ekkert hefur spurst til hans síðan.
Umfangsmikil leit hófst 6 klst síðar og stendur enn yfir. Steve var með eldsneyti til 4 eða 5 tíma flugs og var talið að hann væri að leita að svæði til að gera landhraðamet. Svæði eins og t.d. uppþornað stöðuvatn. Flugið hófst frá flugbrautinni Flying M Ranch nærri Smith Valley í Nevada og eru mörg svæði í nágrenninu af því tagi sem Steve leitaði.
Allt að 14 flugvélar og þyrlur tóku þátt í leitinni ásamt því að háskerpu myndir voru teknar til greiningar en allt kom fyrir ekki þó höfðu leitarmenn strax þann 10. september fundið átta áður óþekkt flök af týndum flugvélum. Þá að í byrjun hafi leitin hafi í byrjun einskorðast við Steve þá er nú hafinn vinna við að greina og upplýsa um hvaða flugvélar þetta eru sem fundust.
Yfirvöld Nevada ríkis tilkynntu að formlegri leit væri hætt þann 19 september og Civil Air Patrol tilkynntu að þeirra leit væri hætt þann 2. október. Enn eru einkaaðilar á vegum fjölskyldu Steve´s við leit einkum við töku og greiningu á háskerpuljósmyndum sem teknar eru úr þotu úr 20.000´ hæð.
Civil Air Patrol tók drjúgan þátt í leitinni en þeir eru borgaralegur vængur flughersins USAF og er mannað af sjálfboðaliðum. Civil Air Patrol eða CAP á sinn eigin flota af yfir 530 flugvélum aðalega C-172 og 182 ásamt Gippsland GA-8 Airvan auk þess sem meðlimir bjóða sínar eigin vélar til nota þegar á þarf að halda en það eru yfir 4000 flugvélar sem hægt er að kalla til. CAP er gífurlega öflugur leitarflokkur ekki ólíkt Íslensku Björgunarsveitunum.
Flugvéli Steve´s var eins hreyfils háþekja með stélhjóli. Skrásetning N-240R.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.