11.11.2007 | 13:49
Beethoven´s 5th
Dóttir mín var alltaf í gær að raula lagstúf "doodoodoooo....doodoodooo..." og svo framvegis. Mér fannst það svolítið merkilegt og þóttist þekkja þar 5 sinfóníu Beethovens og spurði hana hvar hún hefði lært þetta lag.
Þá höfðu hún og krakkarnir í leikskólanum (Hjalla) þegar hún var um 3 ára (segir hún! er 6 ára nú) verið að leika leikrit með undirleik þessa lags þar sem þau þóttust vera hin ýmsu skógardýr og voru að flýja vonda úlfinn í takt við lagið.
Merkilegt hvað hún gat munað lagið og hún var ekkert smá glöð þegar ég sagðist nú eiga lagið og spilaði það fyrir hana og bróður hennar (3 ára).
Þannig að í gærkvöld var Beethoven spilaðir hátt í græjunum og krakkarnir hlupu um í eltingaleik á milli þess sem þau þóttust vera frægir hljómsveitastjórar að stjórna hljómsveit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.