Q400 hagkvæmar vélar

Ég er ekki hissa á að aðrir flugrekendur sýna vélum SAS mikinn áhuga. Mörg önnur flugfélög eru með þessar vélar í rekstri án sérstakra vandræða.

Síðasta óhapp SAS í Kastrup var allt annars eðlis en fyrri bilanirnar tvær í Vilnius og Álaborg. Óhappið í Kastrup var vegna O hrings úr gúmmíi sem stíflaði vökvaflæði til tjakkana sem draga niður hjólin. SAS félagið var einstaklega óheppið að lenda í röð óhappa með -Q400 vélar sínar á stuttu tímabili og ákvörðunin um að hætta rekstri flugvélategundarinnar til að bjarga ímynd félagsins var að öllum líkindum rétt. Tjón félagsins verður samt allsvakalegt en SAS hefur yfir fjölbreyttum flugflota að ráða og geta sett inn aðrar tegundir á leiðir sínar. En þær vélar eru samt líklega mun óhagkvæmari á þeim leiðum en -Q400.

-Q400 vélin er sérlega hagkvæm á leiðum allt að 400Nm, farflugshraði er um 360 kts sem þýðir að á styttri til meðallöngum leiðum er þessi vél nánast jafnfljót og þota t.d. 737 en mun ódýrari. Q táknið þýðir að vélin er búinn svokallaðri "Quiet" tækni og er með NVS eða Noise & Vibration suppression system sem er rafræn virk "Active" hljóðdeyfing. Í farþegaklefa vélarinnar eru hljóðnemar sem nema hljóð og senda upplýsingar til stýritölvu sem metur upplýsingarnar og sendir skipanir til ATVA Active tuned vibration absorbers sem eru virkir titringsdeyfar festir í vélina og senda titring í mótfasa við innkomin hljóð og titring og eyða hávaða sem þýðir mun þægilegra ferðalag fyrir farþega.

Fargjald farþega verður væntanlegra hagstæðara líka vegna þess að flugrekandinn hefur ódýra vél í rekstri. Eins og sjá má að neðan þarf um 40% sætisnýtingu til að koma út á sléttu í flugi á 300 sjómílna leið og sæti seld umfram það eru hagnaður. Allir græða með svona vél í rekstri. 

gr_profitpotential_europe_e

 Þess má geta að um 22 flugrekendur eru með þessa vél í rekstri um allan heim. Dash 8-Q400 vélin er af annarri gerð en Flugfélag Íslands er með í rekstri en það eru Dash 8-100 vélar. Landhelgisgæslan hefur pantað Dash 8-300 gerð. Þær vélar eru með lendingarbúnað sem er hannaður og smíðaður af DHC en -Q400 er með lendingarbúnað smíðaðan af GoodYear.

ph_bombardier_q400_05_med

Bombardier Q400

Orsök slyss í Kastrup


mbl.is Mikill áhugi á Dash-8 vélunum sem SAS hætti að nota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott útlisting hjá þér, skemmtilegur lestur þarna á ferð.

Verð samt að segja að SAS er með ljóta stjórnendur, vitna í það hvernig þeir fóru með starfsfólk sitt hér um árið. Starfsfólk vildi lækka sig í launum og bjarga fyrirtækinu, en skömmu síðar hækkuðu laun stjórnarmanna umtalsvert

nei 7.11.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband