Færsluflokkur: Bloggar

Sykurpúðar

Það er nú alltaf gott að fá sér sykurpúða og heitt kakó eftir að vera að leika sér úti í kuldanum.

Sykurpúðar


Simmi og Jói

Heyrði þetta frábæra grín í gær sem Simmi og Jói grínarar af bylgjunni leika og á að vera samtal á milli flugstjórnarklefa ónefnds flugfélags og flugturns.

upptaka


Beethoven´s 5th

Dóttir mín var alltaf í gær að raula lagstúf "doodoodoooo....doodoodooo..." og svo framvegis. Mér fannst það svolítið merkilegt og þóttist þekkja þar 5 sinfóníu Beethovens og spurði hana hvar hún hefði lært þetta lag.

Þá höfðu hún og krakkarnir í leikskólanum (Hjalla) þegar hún var um 3 ára (segir hún! er 6 ára nú) verið að leika leikrit með undirleik þessa lags þar sem þau þóttust vera hin ýmsu skógardýr og voru að flýja vonda úlfinn í takt við lagið.

Merkilegt hvað hún gat munað lagið og hún var ekkert smá glöð þegar ég sagðist nú eiga lagið og spilaði það fyrir hana og bróður hennar (3 ára).

Þannig að í gærkvöld var Beethoven spilaðir hátt í græjunum og krakkarnir hlupu um í eltingaleik á milli þess sem þau þóttust vera frægir hljómsveitastjórar að stjórna hljómsveit.

youtube


Þyrlupallur á Rigshospitalet

Þann 2. nóvember var tekinn í notkun nýr þyrlulendingar pallur á þaki Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.

Þyrlupallurinn er gjöf frá skipaútgerðarmanninum A.P. Moller. Kl 11:00 Lenti Agusta Westland EH-101 björgunarþyrla Danska flughersins frá Eskadrille 722 með krónprins parið Frederik og Mary og tók þar með pallinn formlega í notkun. Lendingarpallurinn er um 1000fm og er 36m í þvermál.

0

EH-101 er þyrlan er ein af 8 nýjum björgunarþyrlum sem Danir hafa tekið í þjónustu sína í apríl 2007. Þyrlan er um 23m að lengd með 3 hreyfla (Mótora) og 15.6 tonn hámarksþyngd.

 


STS-120 Discovery ferð 34.

196440main_image_951_516-387

 Þetta var 34. ferð geimferjunnar Discovery eða OV-103 (orbit vehicle). Hún er nefnd eftir öðru af tveimur skipum Breska landkönnuðarins James Cook en hitt skipið var Endeavour sem er nýjasta geimskutla NASA. Næsta ferð Discovery verður STS-124 og er áætluð 24. April 2008 með viðbyggingu við ISS (International Space Station).

 Næsta skot NASA er STS-122 áætlað 6. Desember með ferjunni Atlantis. Flutt verður Evrópsk smíðuð tilraunastofu eining í ISS. Það verður 24. ferðin í ISS.

 DISCOVERY Launch 


mbl.is Discovery lendir á Flórída
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Q400 hagkvæmar vélar

Ég er ekki hissa á að aðrir flugrekendur sýna vélum SAS mikinn áhuga. Mörg önnur flugfélög eru með þessar vélar í rekstri án sérstakra vandræða.

Síðasta óhapp SAS í Kastrup var allt annars eðlis en fyrri bilanirnar tvær í Vilnius og Álaborg. Óhappið í Kastrup var vegna O hrings úr gúmmíi sem stíflaði vökvaflæði til tjakkana sem draga niður hjólin. SAS félagið var einstaklega óheppið að lenda í röð óhappa með -Q400 vélar sínar á stuttu tímabili og ákvörðunin um að hætta rekstri flugvélategundarinnar til að bjarga ímynd félagsins var að öllum líkindum rétt. Tjón félagsins verður samt allsvakalegt en SAS hefur yfir fjölbreyttum flugflota að ráða og geta sett inn aðrar tegundir á leiðir sínar. En þær vélar eru samt líklega mun óhagkvæmari á þeim leiðum en -Q400.

-Q400 vélin er sérlega hagkvæm á leiðum allt að 400Nm, farflugshraði er um 360 kts sem þýðir að á styttri til meðallöngum leiðum er þessi vél nánast jafnfljót og þota t.d. 737 en mun ódýrari. Q táknið þýðir að vélin er búinn svokallaðri "Quiet" tækni og er með NVS eða Noise & Vibration suppression system sem er rafræn virk "Active" hljóðdeyfing. Í farþegaklefa vélarinnar eru hljóðnemar sem nema hljóð og senda upplýsingar til stýritölvu sem metur upplýsingarnar og sendir skipanir til ATVA Active tuned vibration absorbers sem eru virkir titringsdeyfar festir í vélina og senda titring í mótfasa við innkomin hljóð og titring og eyða hávaða sem þýðir mun þægilegra ferðalag fyrir farþega.

Fargjald farþega verður væntanlegra hagstæðara líka vegna þess að flugrekandinn hefur ódýra vél í rekstri. Eins og sjá má að neðan þarf um 40% sætisnýtingu til að koma út á sléttu í flugi á 300 sjómílna leið og sæti seld umfram það eru hagnaður. Allir græða með svona vél í rekstri. 

gr_profitpotential_europe_e

 Þess má geta að um 22 flugrekendur eru með þessa vél í rekstri um allan heim. Dash 8-Q400 vélin er af annarri gerð en Flugfélag Íslands er með í rekstri en það eru Dash 8-100 vélar. Landhelgisgæslan hefur pantað Dash 8-300 gerð. Þær vélar eru með lendingarbúnað sem er hannaður og smíðaður af DHC en -Q400 er með lendingarbúnað smíðaðan af GoodYear.

ph_bombardier_q400_05_med

Bombardier Q400

Orsök slyss í Kastrup


mbl.is Mikill áhugi á Dash-8 vélunum sem SAS hætti að nota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

V-22 Osprey aftur

Það á ekki af Osprey´num að ganga Crying

Í gærkvöld varð Osprey að lenda ófyrirséð (Þoli ekki orðið "nauðlenda" þegar það á ekki við) vegna þess að kviknaði í öðrum mótor eða hugsanlega kviknaði í vegna lendingarinnar. Lendingin gekk vel og engin meiddist. Atburðurinn varð við New River AS hjá Jacksonville, North Carolina.

Synd hvað þetta prógramm gengur illa. Þetta verða frábærar vélar þegar búið er að ná öllum göllum úr þeim en það virðist ætla að verða einhver eilífðarsaga.

1194418062-v22

JDNews


Nú jæja ææ...

Já gengur bara betur næst.

 Vatnsleitargræjan flæktist eitthvað í þessum háspennulínum á laugardaginn.

 10526_557_314


Svona leitar Danir að grunnvatni

Það er líklega ekki einfalt að fljúga með þetta apparat hangandi undir þyrlunni. Þetta notar Danir við leit að grunnvatni á Fjóni. Tækið er 300 fermetrar að stærð og hangir undir Eurocopter AS350B2 þyrlu.

 TV2 netvideo

 2007113154354_gdfg


Reyndu sjálf(ur) að lenda Dash 8

Eins og allir vita þá hefur gengið hálf brösulega hjá SAS undanfarið með Dash 8Q400 vélarnar sínar.

Hér er hægt að reyna að lenda Dash 8. Gangi þér vel Cool


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband