Færsluflokkur: Bloggar
2.4.2008 | 09:55
Tristan
Hér hefur Tara verið að leika sér að taka myndir af bróður sínum. Gaman þegar hún stelst í myndavélina og smellir af, hún nær oft bráðskemmtilegum myndum.
Annars verður Tara 7 ára á morgun svo það verður smá veisla fyrir fullorðna hjá mömmu hennar og svo heljarinnar barna afmæli hjá mér á laugardag kl 14-16.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 09:36
Selvogsgata - Þjóðleið
Ég skrapp í smá gönguferð í gær. Gekk Selvogsgötu, gamla þjóðleið frá Hafnarfirði um Grindaskörð til Selvogs, frá bílastæðinu á Bláfjallaveginum frá Hafnarfirði.
Það var sólskin en smá vindur og frekar kalt semsagt mjög góðar aðstæður til göngu en reyndar var smá sólbráð sem gerði færið frekar þungt á köflum þar sem skurnin á hjarninu var það veik að maður pompaði niður um í hverju skrefi en á láglendi þar sem sá í auða bletti var svo mikil drulla að það var betra að ganga í snjónum. Semsagt færið var ansi þungt en þetta var skemmtilegt og tók vel á. Ég lagði af stað kl 10 og gekk stanslaust nema örstutt stopp til að setja á mig og taka af mannbrodda í Grindaskörðum og tók svo 30 mín stopp á endastöð við Hlíðavatn þar sem ég stalst inn á sólpall á sumarbústað til að þurrka fötin mín aðeins áður en ég snéri við og gekk til baka.
Ég kom síðan aftur að bílnum kl 21 eftir 11 tíma ferðalag og þar af um 10:20 á stanslausri göngu og ekki laust við að ég væri orðinn ansi þreyttur eftir þetta 36 km labb. En gaman var þetta og ágætur undirbúningur fyrir Hnjúkinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2008 | 11:56
Ísbrjótur við austur-Grænland
Þetta er ísbrjóturinn Pacific Endeavour sem við vorum sendir til að aðstoða þar sem hann sat fastur í stórís um 100 sjómílur aust-norð-austur af Scoresbysund (Ittooqqormiit). Skipið hafði setið nánast fast á svæði sem var í um 2 km radíus í 3 daga.
Við fórum frá Constable Pynt (Nerleerit Iinaat) á Eurocopter AS350B3 þyrlu Grænlandsflugs ég og flugvallarstjórinn á CNP til aðstoðar og lentum við skipið og tókum upp skipstjórann. Ísbjörgin þar voru á stærð við hús og ekki skrítið að það gengi hægt hjá ísbrjótnum að ryðja sér leið. Það var hægt að lenda á flötum jaka við hlið ísbrjótsins en þar var djúpur snjór svo að ég varð að halda inni smá lyftikraft frá þyrlublöðunum svo þyrlan sykki ekki í snjóinn. Aðstoðarmaðurinn sökk upp að maga þegar hann stökk útur þyrlunni og ég átti alveg eins von að sjá hann hverfa ofan í sprungu sem hefði verið í ísnum en það slapp og hann náði að krafla sér upp á annað skíðið og aðstoða skipstjórann sem hafði komið á snjóþrúgum.
Það tók síðan stutta stunda að finna lænu fyrir skipið til að koma sér af svæðinu en við flugum þó alls með skipstjórann í 6 klst til að finna færa leið á rúmsjó töluvert sunnar. Myndirnar eru teknar þegar við skiluðum skipstjóranum af okkur en stærðarhlutföll sjást á manninum sem stendur við hliðina á skipinu í fyrstu myndinni. Ísbirnir eru ekki óalgengir á þessu svæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 09:08
Pabbi
Hér erum við feðgarnir á góðum degi. Eins og sjá má á höfuðfatinu þá var pabbi hermaður í Svissneska hernum eins og reyndar allir karlkyns ríkisborgarar búsettir í Sviss frá 18 ára til 50 ára. En hann ákvað síðan að verða bóndi og keypti jörð í Hörgárdal 1968 þar sem hann býr enn.
Pabbi var í landgönguliði og reiðhjóla herdeild enda mikill göngugarpur og gekk t.d. hringinn í kringum Ísland þegar hann kom til Íslands fyrst árið 1956.Það þótti mjög merkilegt að sjá útlending á ferð á sveitabæjum í kringum landið á þeim tíma. Ég verð nú líklega aldrei alveg eins afkastamikill en reyni þó að ganga og hjóla eitthvað. Pabbi vann til fjölda verðlauna fyrir reiðhjólakeppnir bæði innan hersins og á meistaramótum í Sviss. Herhjólið var þungur fákur, um 22 kg að þyngd en nú er hægt að fá keppnisreiðhjól með 27 gíra og rétt um 8 kg á þyngd á örmjóum harðpumpuðum dekkjum með 110 Lbs loftþrýsting sem veita nánast ekkert viðnám. En í þá daga voru hjólin þyngri og í keppnum í hernum var hjólað með fullan útbúnað það er 35 kg bakpoka auk heriffils sem var um 15 kg.
Ég ætlaði nú alltaf í Svissneska herinn líka en vildi auðvitað fara í flugherinn en inntökuskilyrði þar eru mjög ströng og aðeins fáir útvaldir sem komast að eftir grunnþjálfun svo að mér þótti öruggara að kosta mína þjáfun sjálfur þar sem ég var ákveðinn að starfa við flug.
Hér er skemmtilegt myndband frá Svissneska flughernum (hækka í hátölurum). Mirage þotan er ekki lengur í notkun (operational) innan flughersins en herþotu floti Sviss samanstendur nú af 33 stk af F-18 Hornet og 54 stk af F-5 Tiger II.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 11:42
Rúnturinn
Þetta er kannski óþarfi
Fyrir þá húmorlausu þá bendi ég á að þessi mynd er bara grín og það er ekki í alvöru staðsettur bíll á eyjunni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 11:33
Enduro
Nú er gaman að skreppa í Enduro ferðir um landið. Þurrt og svalt veður, það er enn smá snjór og bleyta í slóðum en ekkert sem kemur að sök.
Merkilegt þegar maður hittir fólk sem hefur ekkert vit á mótorhjólum eða oft útivist yfirleitt halda að Enduró hjól séu bara keyrð utanvega og helst á mosa og gróðri?? Mér þykir leitt að eyðileggja þær hugmyndir fyrir því fólki en Endúró hjól eru keyrð á vegum og bílfærum vegslóðum eins og önnur farartæki. Svo sjaldan sem ég verð var við landspjöll utan vega á ferðum mínum er það vegna annars konar farartækja sem nota ekki bensín sem eldsneyti og svo reyndar líka er merkilegt hvað þarf oft mikið rask til að leggja raflínur og virkjanir um landið en það er annað mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 22:55
Hnjúkurinn nálgast
Nú styttist óðum í ferð mína og félaga á Hvannadalshnjúk þann 23. apríl. Ég er búinn að standa í ströngum æfingum og sigraði, í gær, meðal annars hátind drottningar suðurnesja eða fjallið Keilir , sem er reyndar einhverjir 379 metrar ef ég man rétt.
En annars án alls gríns þá er ég að hlaupa og púla eins og vitleysingur þessa dagana svo ég verði ekki bara skilinn eftir á fyrstu metrunum á hnjúkinn. Það er svona ca 15 tíma labb svo ekki veitir af að vera í formi. Mikið hlakkar mig til að fara þetta. Hef oft flogið þarna á þyrlu og líka á Keilir sosem svo það er ekki eins og ég hafi aldrei komið á þessa toppa á landinu en að ganga þetta verður sérstök upplifun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 21:23
Þokkalegir vinir
Mér varð það á að nefna að ég hefði áhuga á að vera meðeigandi í Aero Vodochody L-29 Delfin þotu og þá fæ ég þetta í pósti og er spurður hvort þetta sé kannski þotan sem ég fái mér?
Þokkalegir vinir þetta En hérna er nú videó af alvöru græjunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 20:34
Klettaklifur
Hér eru nokkrar myndir frá Frakklandi þar sem ég tók upp á því að stunda klettaklifur með nokkrum vinum. Alveg þrælskemmtilegt sport og virkar vel til að sigrast á lofthræðslu. Þetta er líka þrælerfitt og tekur vel á alla vöðva.
Suður-Frakkland er líka góður staður til að stunda þetta á á þessum árstíma, góðir klettar og gott veður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 23:45
Lyftikraftar virka í þyngdarleysi
Takao Doi kastaði boomeranginu inni í ISS geimstöðinni og þar er andrúmsloft svo að kraftar lofts virka á vængi bjúgverpillins til að mynda lyftikrafta sem aftur valda því að hann snýr aftur að upphafstað. Það gerist þannig að sá vængur tækisins sem ferðast áfram í kastátt ferðast hraðar í gegnum loftið en vængurinn sem snýr undan kastátt sem veldur auknum lyftikrafti á öðrum helming blaðdisksins og fær hann til að beygja í boga aftur að uppruna stað sínum.
Og lyftikraftar eru ekki háðir þyngdaraflinu til að virka eins og Hr Doi sannaði þó það hafi reyndar verið vitað áður enda var þetta bara tilraun til gamans gerð í frítíma.
Ef að Hr Doi hefði kastað bjúgverplinum utan geimstöðvarinnar út í geim eftir nákvæmum ferli hefði hann hugsanlega getað komið honum á sporbaug þar sem geimstöðin er á um 7km/sek hraða (25.000 km/klst) og þeir kraftar ættu að duga. Ef hann hefði aftur á móti kastað honum úr kyrrstöðu hefði hann ekki haft nógan kraft og bjúgverpillinn hefði svifið til jarðar með tíma fyrir áhrif aðdráttarafls jarðar.
Búmerang virkar úti í geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.3.2008 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)