10.1.2008 | 18:34
Techno watch
A Helicopter pilot walks into a bar and takes a seat next to a very attractive woman. He gives her a quick glance then casually looks at his watch for a moment.
The woman notices this and asks, "Is your date running late?"
"No," he replies, "I just got this state-of-the-art watch, and I was just testing it."
The intrigued woman says, "A state-of-the-art watch? What's so special about it?"
The Helicopter pilot explains, "It uses alpha waves to talk to me telepathically."
The lady says, "What's it telling you now?"
"Well, it says you're not wearing any panties...."
"The woman giggles and replies, "Well it must be broken because I am wearing
panties!"
The Helicopter pilot smirks, taps his watch and says, "Damn thing's an hour fast."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2007 | 11:31
Annar dagur á skrifstofunni
Ég rakst á þessa gömlu grein sem ég hafði skrifað um dag þyrluflugmanns þegar ég starfaði á Grænlandi. Those were the day´s
----
Thule airbase ca. 2004.
Mynd frá Inglefield land.
Mér datt í hug að lýsa einum týpískum vinnudegi hjá mér fyrir þá sem hafa áhuga á því hvað þyrluflugmenn gera!
Ég starfa sem þyrluflugmaður á Bell 212 þyrlu hjá AirGreenland. Ég er sem stendur með homebase á Thule herstöðinni á Grænlandi.
Ég fæ opsplan fyrir næsta dag ekki síðar en kl 17 en yfirleitt hér í Thule þá er nokkuð klárt langt fram í tímann hvaða verkefni eru framundan og flugumsjónarmaðurinn (dispatcher) fer yfir verkefni næsta dags í samráði við flugstjóra þegar tækifæri gefst.
Dagurinn í dag er búinn að vera annasamur enda flogin áætlun með farþega og fragt í allar byggðirnar á Thule svæðinu í dag auk þess að það var eitt leiguflug með Grænlensku símastofnunina (TELE Greenland) til Qaanaaq og Herbert Island telesite. Svo dagurinn endaði kl 16:30 eftir 5:34 flugtíma og 9 klst flugvakttíma.
Fór yfir næsta dag með flugumsjón og það var ákveðið að fara í það verkefni að flytja búðir vísindamanna sem voru staddir á Inglefield landi ca 220 Nm norður af Thule airbase. Um var að ræða hóp mannfræðinga, grasa og fornleifafræðinga sem unnu við rannsóknir á fornum mannvistarleifum á svæðinu. Þar þurfti að flytja fólkið og búnað ca 800 kg og 6 manneskjur um 16 sjómílna leið.
Veðurútlit fyrir morgundaginn fékk ég hjá veðurfræðingi Dönsku veðurstofunnar sem er staðsett í Sondrestrom Fjord. Það var útlit fyrir að skil sem væru á leiðinni norðureftir myndu moka á undansér regni og ansi hvössum vindi með hviðum allt að 50 hnútar og þessi skil myndu ná Thule með morgninum, en veður lengra norðufrá yrði sæmilegt en skýjað með vindi að sunnan eða SE ca 20 hnútar.
Einnig þurfti að taka viðgerðamenn frá TELE til Herbert eyjar um morguninn þar sem komið hafði í ljós í heimsókn okkar fyrr um daginn að rafmagnsleiðslur bæði 220V og 12V höfðu brunnið og allt var útatað sóti.
Ákveðið var að leggja af stað kl 9:00 að staðartíma næsta dag eða kl 12:00Z (Íslenskur tími!).
Laugardaginn 16. júlí vaknaði ég kl 5 um morguninn enda ekki orðinn vanur tímamismuninum rétt mættur til vinnu í þetta mánaðarúthald 5 dögum áður. Þá var ekki annað að gera en elda morgunmat þar sem ég nennti ekki í Dining hall að borða alveg straks og gat eins vel mallað sjálfur. Svo er bara að kíkja í sjónvarpið (35 rásir frá USA) og á netið. Síðan kl 7:50 hringi ég á leigubíl sem er mættur straks "Barak 837B to Hangar 4, ramp side please". Og ég er kominn í flugskýlið fyrir átta.
Flugvirkinn minn sem er líka Flugvélstjóri þar sem hann flýgur með þyrlunni er löngu mættur og byrjaður að kíkja á allt og gera daglega skoðun. Ég geri síðan líka sjálfur fyrirflugsskoðun sem ég kvitta fyrir í tæknidagbókinni (techlog).
Veðrið er svona lala, 25/40G og 1000´ í súld en ég vissi að veðrið var betra til norðurs, hafði þó áhyggjur að veðrið myndi lokast í Thule á meðan við værum norðurfrá. En það varð bara að koma í ljós það er alltaf hægt að sníkja gistingu í einhverju þorpinu eða sofa í þyrlunni.
Við höfðum fyllt tanka þyrlunnar kvöldið áður 1800 pund af JET-A1 og auk þess ákvað ég að taka tvær 200L tunnur af eldsneyti í kabínu líka til að spara það eldsneyti sem við áttum í Inglefield landi, en þar voru um 13 tunnur til af JET-A sem hafði verið flutt þangað árið áður. Einnig fullvissaði ég mig um að rafmagnseldsneytisdælan væri með.
Þá var bara að hringja í Base Ops og gefa þeim upp flugplanið auk þess að faxa planið til FIC Sondrestrom (Flight information center) og svo faxa ég líka planið til Qaanaaq AFIS þó að flugvöllurinn sé lokaður þá hafa þeir allavega planið þar. Flugið verður samkvæmt VFR reglum þar sem það er svo lágskýjað og ekki gengur að fara upp í súpuna þegar það eru engin aðflug í einskismannslandi. Ekkert ILS eða NDB/DME til að komast niður löglega. En ég veit líka að veðrið er betra til norðurs og Qaanaaq AWOS segir að skýjahæð þar sé 10000 fet.
Ég hringi líka í Sondrestrom MET office og til FIC til að staðfesta hvort það sé ennþá HF Blackout á svæðinu og já ennþá Blackout þannig að HF talstöðin virkar líklega ekkert. Ég sem þá við þá að ég tali bara við þá við lendingu yfir SATCOM, næst þegar ég lendi á Herbert eyju og operations tilkynni flugtak til þeirra yfir síma. Það er ekkert VHF samband við FIC á Thule svæðinu.
Síðan hringi ég í Service call og læt þá vita áætlað flugtak og lendingu ca kl 16:00 lokal. Þar sem Thule er herflugvöllur þá eru allskonar sérstakar reglur sem gilda um flugumferð hérna en Service call er slökkvistöðin (Fire services) en þeir senda út slökkvibíl við hverja hreyfingu á vellinum.
Jæja þá er bara að gera walkaround og klifra um borð, byrja að fara yfir gátlista, búinn að gera þetta hundrað sinnum þannig að það er bara eftir minni. Flugvirkinn fylgir farþegunum okkar tveim um borð og lokar dyrunum og gengur líka í kring um þyrluna. Ég kalla "Thule Ground, Oscar Mike Delta ready to start engines" og fæ svar "Mike Delta clear to start, winds southeast 28G35 QNH 29.96" ok það er ekki sem verst. Þá er það #1 engine fuel valve ON og Fuel pump ON, check rotor brake off.
Lít út og flugvirkinn klár fyrir utan, ég bendi með vísifingri upp og sný í hring og hann gerir eins sem þýðir að það er í lagi að starta. Ok starter #1 ON og fylgjast með NG lyftast í 12%, tékka olíupressu hækka og þá er að opna throttlu full open og svo tilbaka í ground idle, release throttle lock og fylgjast með ITT nálinni vaða upp í 700°c en droppa svo straks niður í 450°c, síðan þegar NG er kominn í 55% þá er starter off og halda áfram í 71% NG áður en Generator #1 er settur ON, tékka MGB press, C-Box press og HYD og síðan þegar hleðslan er fallinn niður fyrir 100 AMP þá er hægt að starta #2 mótor eins.
Jæja eftir startið fer ég yfir öll pre-takeoff checks á meðan flugvirkinn strappar sig niður og hann stillir síðan GPS tækin inn fyrir mig. Við ákveðum að bíða með að gera Power assurance check þar til seinna út af sterkum vindi.
Ég kalla í turninn, sami vindur enginn traffík, ég óska eftir "Ready for take present position parallell 08, right turn across active runway departing the area to the northwest" og turninn segir "Roger takeoff as requested". Jæja ég lyfti collective og þyrlan verður létt á skíðunum, renni augunum yfir mæla og ljós og segi "All green, No lights" (allir mælar sýna grænt og engin viðvörunarljós loga!) og lyfti vélinni.
CG Balansinn er bara góður og ég kíkka á flugvirkjann sem kinkar samþykkjandi kolli, vélin var svolítið létt að aftan en hann hafði sett 80 kg í aftasta hold sem gerði balansinn bara fínan. Torqið er ca 80% sem er fínt enda vindur en vélin er frekar þung fulltönkuð með 400 lítra í tunnum og 2 farþega auk 350Kg frakt svo vélin er nærri fullhlaðinn í 11.050 pundum.
Jæja við hover taxerum aðeins frá þyrluvagninum og byrjum svo flugtak, hægri beygja yfir flugbrautina sem er 3 km löng og öll hvít á litinn með rauðum stöfum og línum. Hún er máluð hvít svo hún hitni ekki og bræði holklakan (permafrost) sem hún er byggð á.
Í klifri still ég torqið á 80% og 80kts sem gefur okkur ca 1000' FPM klifur, það er töluverður hristingur og við hendumst til í vélinni. Ég er feginn að fljúga með þyrluhjálm, ég hef reynt það áður að reka höfuðið í ansi harkalega í ókyrrð án hjálms. Við förum í 2000' til að byrja með og erum þá svona inn og útur smá skýjatjásum. Í klifrinu set ég AFCS í engage mode og get þá sleppt stýrunum og látið autopilotinn um flugið að mestu. Ég kalla í company ops og segi "Relay to FIC, takeoff 12:12, estimate Herbert Island 13:20, four people on board and fuel for 2 hours plus 35 minutes, Next call via SATCOM upon landing Herbert Island".
Ok þá er það taken care of, það er straks farið að birta aðeins enda ágætt við þurfum við að klifra í MSA 6000´ yfir jökulinn en við byrjum á að fara til Qaanaaq og sækja annan TELE viðgerðamann og einhverja varahluti fyrir endurvarpann á Herbert eyju.
Við komum til Qaanaaq Kl 13:00Z og lendum bara á opnu svæði austan við þorpið, það er þægilegra fyrir símamannin og ef við lendum á flugvellinum vilja þeir helst að hann sé opnaður, sem er ansi dýrt spaug í Grænlandi. Svo að við lendum bara við þorpið og flugvirkinn hoppar út og leiðir tæknimannin inn í þyrluna á meðan við höfum bara þyrluna í gangi og síðan er farið í loftið aftur með stefnu á Herbert eyju. Total ground stop 3 mínútur!
Við lendum á Herbert eyju eftir 16 mínútur kl 13:19 og Tele mennirnir fara út með aðstoð flugvirkjans á meðan ég tala við FIC á SATCOM og gef þeim upp lendingu, áætlað flugtak og lendingartíma á POS1 á Inglefield landi. Allar staðsetningar voru gefnar upp í flugplani fyrir brottför þannig að ég þarf bara að segja þeim að við lendum á POS1 eða POS2 o.s.frv.
Við förum í loftið aftur töluvert léttari eftir að vera laus við TELE tæknimennina og dótið þeirra, flugvirkinn varar mig við að vélin gæti verið framþung þar sem það er búið að taka 80 kg úr aftasta hold´i og tunnurnar eru fremst í kabínunni. En ég segi að nú séum við búnir að brenna fuel af tank 1 og 2 þannig að eldsneytið sem við notum núna er bara í floor tanks, þ.e. 3,4,5 og eitthvað í 20USG auxiliary tanks svo hún ætti ekki að vera svo slæm en ég tek hana samt mjög varlega upp en CG er bara fínn.
Framundan er ca 1 klst flug á POS1 sem er refueling stoppið okkar, við erum nokkuð spenntir að sjá hvernig svæðið lítur út þar vegna þess að síðasta áhöfn sagði að allar eldsneytis tunnurnar hefðu verið úti í miðri á, vatnið flæddi upp á hálfa tunnur, svo við tókum með okkur stígvél.
Við þurftum að klifra í 8000´fet til að komast í örugga hæð yfir jöklinum enda ekki hægt að sjá jökulinn fyrir skýjum. Við stilltum RADALT á 500´ mín megin og 300´ hjá flugvirkjanum.
Síðan þegar við komum yfir jökulinn þá finnum við einhver göt í skýjunum til að komast niður, skýin eru mjög brotinn en ansi lág komum ekki undir fyrr en í ca 1000 fetum. Síðan komum við að fuel position og sjáum straks tunnurnar sem standa á þurru svo að segja. Áin sem hafði verið þarna nokkrum dögum áður var svo að segja þornuð upp og orðinn að lækjarsprænu. En þeir sem höfðu komið þessu eldsneyti á staðinn gerðu það í snjó og hafa ekki áttað sig á að þarna var farvegur á vorin.
Jæja við tökum tunnurnar okkar út úr þyrlunni og dælum á þyrluna úr tveimur tunnum af eldsneytinu sem er á staðnum eftir að hafa testað hvort það sé hreint og laust við vatn. Flugvirkinn vildi fyrst taka eldneytið sem við komum með á þyrlunni en ég vildi það ekki, það var okkar GET HOME FUEL! Ef í tilfelli að allar hinar tunnurnar væru með gallað fuel.
Jæja eftir að við höfum tankað þá drífum við okkur í loftið aftur og það er stutt í búðirnar bara ca 20 sjómílur, lendum í búðunum eftir 11 mínútna flug og það er að sjá á íbúnum að þeir séu glaðir að sjá okkur. Þetta eru 3 karlmenn og 3 konur og eru frá Bandaríkjunum, Danmörku og Grænlandi.
Leiðangursstjóri sýnir mér á korti hvert þau vilja fara og við hlöðum þyrluna af búnaði og tökum 3 farþega. Síðan er farið í loftið og eftir stutt flug finnum við vatnið sem þau vilja lenda hjá, við sveimum lágt í kringum það til að reyna að finna góðan stað til að setja upp tjöld en svæðið er annaðhvort mjög blaut mýri eða stórgrýti. Við sveimum að smá hæð sem er þarna og ég bendi leiðangursstjóra á að það sé kannski hentugt og honum líst vel á það, en svo dettur mér í hug að vara hann við að það geti kannski orðið ansi hvasst þarna á þessari hæð en hann segir það ekkert mál, þetta sé fínn staður. Jæja hann um það, hann er Grænlendingur svo hann hlýtur að vita hvað hann talar um.
Við lendum og afhlöðum vélina í hvelli og förum svo að sækja seinni hópinn sem stendur klár með restina af dótinu, því er hent um borð og við förum aftur í nýju búðirnar.
Við tökum síðan smá pásu, ég hjálpaði við að tæma þyrluna og fannst ansi grunsamlegt klang hljóð í einum pappakassanum sem ég tók út úr vélinni.. hmmm hugsaði ég hvað er nú þetta? Og kíkkaði í kassann enda hálfopinn og jújú þarna voru nokkrar viskíflöskur og eitthvað fleira góðgæti. Ég rétti einum úr hópnum kassann og sagði þeim að ég vildi ekki hafa það að taka þetta með tilbaka þegar ég kæmi að sækja þau, þau yrðu bara að klára þetta og það var bara tekið ansi vel í það af öllum : )
Þau sögðu okkur að það hefðu komið 4 moskus uxar í heimsókn til þeirra nokkrum nóttum áður og öll vötn og ár þarna væru fullar af silungi, bara dýfa önglinum í og þá bíta þeir. Enda lítið um mannaferðir þarna núna. Þau voru að rannsaka 200 ára gamlar mannvistarleifar þarna. Og reyndar er yfirgefið þorp ekki langt frá sem heitir Etah og er ekki meira en 40 - 50 ár síðan það var yfirgefið.
Jæja þá er okkur ekki að vanbúnaði að halda heim á leið. Við tökum í loftið og stoppum við í fuel depot´inu og tönkum þessar tvær tunnur sem við komum með, já það gaf okkur 1500 lbs í tankinn sem ætti að öllu óbreyttu að vera meira en nóg og ef eitthvað klikaði með veður þá eru tunnur í þorpinu Siorapaluk eða Morisuaq sem er á leiðinni til Thule.
Við höldum suðureftir og klifrum í 8000´ eftir að hafa talað við FIC á SATCOM, ég prófa alltaf stuttbylgju talstöðina reglulega en það er algert radio blackout, lílklega sólblettir eða einhverjar truflanir í lofthjúpnum. Ekkert mál eftir að maður er kominn með svona fancy sattelite communications. Á árum áður þá hefði svona flugi bara verið aflýst í radio blackout.
Jæja þegar við nálgumst Herbert eyju til að sækja TELE tæknimennina þá kalla þeir okkur upp á kanal 67 á skiparadío, ég er ekki nema ca 15 mín úti en enn í 8000 fetum on-top og þeir segja að skýjahæðin hafi hrunið niður, ekki nema ca 1500 fet og endurvarpinn er í ca 1100 fetum. Stuttu seinna sé ég að ég get lækkað mig niður í einn fjörð sem hefur líklega verið í einhverju skjól sem olli því að hann var að mestu laus við ský. Svo að ég slepp við að gera IMC letdown yfir firðinum eftir Radar.
Við lendum síðan og tökum upp TELE mennina sem voru akkúrat að klára sitt verkefni þannig að þetta passaði vel, ég veifaði forláta Ray Ban sólgleraugum að þeim sem ég fann í þyrlunni í Inglefield landi og einn þeirra varð mjög glaður að sjá gleraugun sín aftur, hélt hann hefði týnt þeim á eyjunni.
Við flugum síðan þvert yfir eyjuna og ég þurfti að lækka mig niður smá fjörð vegna þess að skýjin mokuðust upp að suðurhlíðum eyjarinnar en í 500 fetum þá vorum við vel undir skýjum en í lélegu ca 3 km skyggni í þokusúld. Eftir ca 5 mín flug fór að grilla í land aftur og þá var bara að fylgja ströndinni því sem næst alla leið heim til Thule. Það var töluverð ókyrrð og hopp og læti en sem betur fer eru TELE kallarnir vanir að fljúga og kippa sér ekkert upp við þetta. Verra var að mótvindurinn var orðinn ansi mikill 30-35 hnútar beint á trýnið sem þýddi groundspeed á um 75 hnúta.. hmm það var nú verra! Þarf þá að fara að nota gráu sellurnar og fara að reikna fuel, geri það í rólegheitum og sé að ef við förum ekki undir 70 hnúta groundspeed þá náum við heim með 200 lbs eftir eða ca 18 mín fuel til dry tanks. Nú fínt það er bara plenty nóg.
Svo sé ég að flugvirkinn er eitthvað farinn að kíkja á fuel mælinn og mig til skiptis en ég set cockpit isolate á intercom´ið og segi honum útreikningana mína. Við eigum enn eftir 40 mínútna flug en þetta er í lagi ef hraðinn fer ekki undir 70kts og við förum bráðum fram hjá Morisuaq þar sem við eigum tvær tunnur en mér finnst enginn þörf á að eyða tíma í að lenda þar og ef hvessir meira á móti okkur eftir Morisuaq þá erum við allavega fljótir til baka fyrir PNR (Point of NO Return) sem ég áætla 10 mín eftir MOR og flug tilbaka og þá lendum við í MOR með ca 10 mín í tanknum.
Síðan ákveðum við að stríða TELE verkstjóranum aðeins sem er með Headset afturí og þykjast hafa voða áhyggjur af eldsneytinu en það virkaði ekki lengi afþví að hann lét ekki plata sig, sjálfsagt lent áður í stríðnum þyrluflugmönnum.
Jæja en allavega stóðust útreikningar, við komum inn til Thule með nákvæmlega 200 lbs á tanknum. Vindurinn rokkaði frá 25 til 35 hnúta mótvind en á flugvellinum voru reyndar rokur upp í 55 hnúta og rigndi eins og hellt úr fötu. Ágætt að koma heim þá, ég lenti á vagninum og fór bara í pappírsvinnuna í þyrlunni á meðan hún var dreginn inn í flugskýli, þarf ekkert að blotna að óþörfu. Flognir voru 4:54 tímar og vaktími var 8:30.
Jæja þetta var svona týpiskur dagur hjá þyrluflugmanni í Grænlandi. Annars er aldrei neinir dagar alveg eins, það er alltaf eitthvað nýtt og öðruvísi að ske þannig að manni leiðist aldrei.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.12.2007 | 10:36
Ísbjörn
Hvað kallar maður ísbjörn með eyrnaskjól?
............
... Hvað sem maður vill! Hann heyrir hvort sem er ekkert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 10:33
Unimog
Fyrstu áætlanir um smíði fjölnotatækis með fjórhjóladrifi eru gerð af Daimler Benz árið 1942. Það tekur þó nokkur ár til viðbótar þar til frumsmíði slíks tækis verður til. Unnið er við rannsókanir og kannanir á gerð slíks tækis til 1946 þegar fyrsta frumgerð verður til. Jafnframt verður til nafnið Unimog sem stendur fyrir Universal Motor Gerät eða Fjölnota vélknúið tæki.
Fyrstu áætlanir um not fyrir þetta nýja tæki voru að það kæmi sérlega vel að notum við ýmiskonar landbúnaðar vinnu og væri einskonar fjölnota traktor og var því útbúið með aflúttaki til að knýja ýmiskonar tæki s.s. sláttuvél eða önnur heyvinnu og uppskeru tæki.
Síðan að framleiðsla Unimog hófst hefur tækið verið notað í flestallt sem hægt er að ímynda sér að nota slíkt fjölnotatæki til. Verktakar, bændur, bæjarfélög, herir og slíkir hafa notað tækið frá upphafi til dagsins í dag til að sinna sínum verkefnum. Hver man ekki eftir appelsínugulu Unimog 416 bæjarbílunum sem Reykjavíkurborg hafði í þjónustu sinni í mörg ár. Þeir bílar er enn í notkun hjá ýmsum aðilum.
Meðal tækja sem tengd eru við eða hafa verið sett á og knúinn af Unimog eru:
Krani
Spil
Sláttuvél
Sópur
Snjóplógur
Snjóblásari
Slökkvibíll
Vegavinnutæki
Járnbrautavinna
Ferðabíll
Flutningabíll
Fólksflutningabíll
Grafa með skóflu
Unimog hefur verið í stöðugri framleiðslu hjá Mercedes Benz frá 1946 og var framleiddur í Gaggenau verksmðjunni til 2002 þegar að framleiðslan var færð til Neu Wörth.
Vélarafl þeirra var frá 46 hestafla bensínhreyflum í byrjun til fleiri hundruð hestafla trukka í dag. Þeir sem hafa fylgst með Paris-Dakar rally í sjónvarpi hafa líklega séð Unimog fylgdar trukka þar sérútbúna til hraðaksturs með 5 punkta Recaro rally stólum.
Það sem hefur talist sérkenni Unimog er að þeir eru alltaf á stórum hjólbörðum með öflugar niðurgíraðar hásingar. Niðurgírun á hásingu þýðir að miðja hásingu kemur ekki í miðju felgu hjólanna eins og venjan er heldur er á enda hásinganna niðurgírun þannig að hásing er ofar miðju og því sérstaklega hátt undir hásingar og miðju bílsins. Einnig er drif gírun bílanna sérstaklega lág en það má segja að þeir komi með frá verksmiðju innbyggðan skriðgír þar sem bíllin rétt mjakast áfram í lægsta gír sem kemur sérstaklega vel við akstur í erfiðum skilyrðum eða við vinnu þar sem þess þarf. Að grunni til er gírkassi með sex gíra áfram og 2 gíra afturábak með vendigír. Fjöðrun er gormafjöðrun á öllum hjólum.
Ég vona að menn séu einhvers fróðari um þessa skemmtilegu bíla eftir þessa lesningu. Það er mikið til af síðum á netinu um þessa bíla þar margir áhugamenn eru um þessi tæki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 19:22
´66 Corvette
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2007 | 19:09
Veiðiþjófar
Já sumir eru óheppnari en aðrir.
Solomon Nyanjui brotlenti þyrlu sinni í skóg í Kenya og þetta er annað þyrluóhapp sem hann lendir í á tveimur árum. Það kemur reyndar ekki fram hvort hann hafi verið flugmaður í fyrra slysinu eða bara um borð.
Einnig er ekki ólíklegt að starf hans sé þess eðlis að það sé hættulegt. Hann flýgur fyrir Kenya Wildlife Service KWS og hefur líklega eftirlit með veiðiþjófnaði sem hluta af starfi sínu og ekki eru veiðiþjófarnir þar ánægðir með að vera truflaðir við iðju sína en fílabein og pelsar af sjaldgæfum dýrum er stór starfsemi þarna.
Það er ólíklegt að Kenya Wildlife Service sé með þyrlu í notkun eins og myndin sem fylgir Moggafréttinni en það er UH-60 Blackhawk/Pavehawk. Yfirleitt eru notaðar þyrlur af gerðinni Bell206 eða AS350. Myndin að ofan er af Bell 206L LongRanger sem KWS notar.
Reyndar er fréttin gömul en Solomon fannst 24. nóvember. Endilega skoða vefsíðu KWS hér
Lifði á laufum og eigin þvagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 08:35
Steve Fossett
Þann 3. september 2007 kl 08:45 hóf Steve Fossett sig til lofts á Bellanca Super Decathlon flugvél sinni. Ekkert hefur spurst til hans síðan.
Umfangsmikil leit hófst 6 klst síðar og stendur enn yfir. Steve var með eldsneyti til 4 eða 5 tíma flugs og var talið að hann væri að leita að svæði til að gera landhraðamet. Svæði eins og t.d. uppþornað stöðuvatn. Flugið hófst frá flugbrautinni Flying M Ranch nærri Smith Valley í Nevada og eru mörg svæði í nágrenninu af því tagi sem Steve leitaði.
Allt að 14 flugvélar og þyrlur tóku þátt í leitinni ásamt því að háskerpu myndir voru teknar til greiningar en allt kom fyrir ekki þó höfðu leitarmenn strax þann 10. september fundið átta áður óþekkt flök af týndum flugvélum. Þá að í byrjun hafi leitin hafi í byrjun einskorðast við Steve þá er nú hafinn vinna við að greina og upplýsa um hvaða flugvélar þetta eru sem fundust.
Yfirvöld Nevada ríkis tilkynntu að formlegri leit væri hætt þann 19 september og Civil Air Patrol tilkynntu að þeirra leit væri hætt þann 2. október. Enn eru einkaaðilar á vegum fjölskyldu Steve´s við leit einkum við töku og greiningu á háskerpuljósmyndum sem teknar eru úr þotu úr 20.000´ hæð.
Civil Air Patrol tók drjúgan þátt í leitinni en þeir eru borgaralegur vængur flughersins USAF og er mannað af sjálfboðaliðum. Civil Air Patrol eða CAP á sinn eigin flota af yfir 530 flugvélum aðalega C-172 og 182 ásamt Gippsland GA-8 Airvan auk þess sem meðlimir bjóða sínar eigin vélar til nota þegar á þarf að halda en það eru yfir 4000 flugvélar sem hægt er að kalla til. CAP er gífurlega öflugur leitarflokkur ekki ólíkt Íslensku Björgunarsveitunum.
Flugvéli Steve´s var eins hreyfils háþekja með stélhjóli. Skrásetning N-240R.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 12:59
STS 122 frestað
Flug Geimferjunar Atlantis leiðangur STS-122 var frestað til næsta skotglugga sem er ekki fyrir 2. janúar 2008.
Ástæða frestunar er að það varð bilun í ECO (Engine cut off sensor).
Skynjarinn er staðsettur í LH2 (Liquid hydrogen tankur no. 2) og þeir eru alls fjórir en skynjarar númer 3 & 4 gáfu ranga lesningu. ECO skynjarinn er til að vernda hreyflana ef að eldsneytismagn verður óeðlilega lágt.
Aðal tilgangur þessarar 11 daga ferðar Atlantis var að fara með búnað og gangsetja nýja rannsóknarstöð í ISS stöðinni. Áhöfn geimferjunnar er kominn aftir á aðalbækistöðvar í Houston Texas.
Mynd af staðsetningu ECO skynjara
Geimskoti frestað til 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 11:35
CDP eða hvað?
"Critical Decision Point" var til langs tíma notað sem ákvörðunarstaður vegna flugtaks í samræmi við Category "A" kröfur. Það virðist gæta ákveðins ruglings að núorðið er notað orðalagið "Takeoff Decision Point" TDP í nýjum þyrlum þó að handbækur (RFM) eldri véla tiltaki yfirleitt CDP!
Breyting orðalagsins kom til með FAR part29 amendment -39 "Certifications Standard for Large Rotorcraft (EASA CS-29) þar sem hætt er að nota CDP við gerð handbóka og TDP kemur í staðinn. Notkun þess er í meira samræmi við LDP sem hefur alltaf verið notað í reglugerðinni og á betur við til mótvægis, að mati sumra, en CDP. Þó er CDP enn notað við vinnslu ganga en kemur ekki fram í RFM.
Einnig var breytt því að framleiðendur urðu nú að nota og reikna inn í útreikninga sína við gerð taflna um ákvörðunarstað að reikna inn viðbragðstíma við mótorbilun allt að 1. sek mismunandi þó eftir framleiðendum en sumir geta notast við 0.5 sek viðbragðstíma (pilot recognition time) eftir því hvernig kerfi framleiðendur nota til að láta vélina gefa til kynna hreyfilbilun.
Því má reikna með því að eftir "Decision" kall í flugtaki (TDP) eða lendingu (LDP) er þegar búið að reikna inn í töflur viðbragðstíma og því er ekki miðað við tíma hreyfilbilunar heldur einhvern ákveðinn tíma þar eftir. Þetta á að sjálfsögðu einungis við um vélar sem fá framleiðsluvottorð eftir amdt 39 með TDP í RFM í stað CDP! Eldri vélar miða við tíma hreyfilbilunar.
Ef á ákvörðunartíma (Decision) eða hvenær sem er fyrir það verður hreyfilbilun á að vera hægt að lenda á flugtakssvæði eða á ákvörðunartíma eða hvenær sem er eftir það á að vera hægt halda áfram flugtaki og er reyndar ábyrgst af hendi framleiðanda að það sé hægt. Athyglisvert er að akkúrat á ákvörðunartíma er reyndar hægt að gera bæði lenda og halda áfram en eftir að orðinu "Decision" hjá NFP (PM) sleppir þá er flugmaðurinn (FP) skuldbundinn (committed) til að halda áfram flugtaki. Að sjálfsögðu er það ákvörðun FP og Commander hvenær sem er eftir það þeir ákveða að lenda vélinni hvort sem hreyfilbilun verður í flugtaki á 3000m braut eða farflugi í 10.000´.
Einnig er gott að vekja athygli á að TDP (CDP) og LDP á einungis við í CAT A í tilfelli af hreyfilbilun! Aðrar ástæður fyrir RTO geta verið ýmsar og viðbrögð eru ákveðin í takeoff briefing í samræmi við SOP eða í flugtaki/farflugi í samræmi við alvarleika bilunar. T.d. getur komið upp "severe vibration", eldur eða "tail rotor failure" þar sem viðbrögð ákvarðast algerlega óháð TDP/LDP.
Lærðir félagar mínir geta áreiðanlega komið með athugasemdir og ábendingar við þessa grein og ég vona að þið séuð einhvers fróðari. Ef einhver hefur spurningar eins og t.d. um TLA ("Three Letter Abbreviations", já það er til skammstöfun yfir skammstafanir) þá er bara að spyrja.
FAA AC 29-C2
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2007 | 21:44
Himinhvolfið rannsakað
Það var stjörnubjart í kvöld svo tækifærið var gripið til að rannsaka nokkrar stjörnur nánar og leita að halastjörnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)