26.6.2008 | 22:27
Tara í Fréttablaðinu
Tara er á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Stendur á bryggjunni og er að dorga. Báturinn okkar í bakgrunni.
Bloggar | Breytt 29.6.2008 kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 19:30
Tour de Islande
Nú er ég búin að vera að hjóla á racer hjóli nokkrar vikur og þetta er meiriháttar gaman. Það er verst að maður getur varla hætt
Það er mjög létt að hjóla þessu og þægilegur ferðahraði er 30-35 km/klst en lítið mál að fara í 40-50 km í spretti ef göturnar leyfa það. Verst er að þetta gengur eiginlega ekki á göngustígana, bæði eru þeir oft óslettir og maður nær bara ekki hraða í beygjunum. Ég hef reynt helst að vera á fáförnum götum. Innan miðbæjar hraða heldur maður léttilega en er bara smá skrítið að hjóla í traffíkinni í hringtorgum oþh. Hjóla samt ekki í traffík nema geta haldið sama hraða.
Dekkin eru nú ekki hrifinn af möl og glerbrotum, búið að springa dekk 3svar hjá mér enda eru dekkin örþunn, bara eins og pappír á þykkt, slangan er eiginlega þykkari.
Pedalarnir eru öðruvísi en ég á að venjast. Maður notar spes skó í þetta sem læsast við pedalana svo maður geti togað upp líka þegar maður hjólar. Verður gaman að fara lengri ferðir á þessu í sumar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2008 | 01:27
Klettaklifur
Fór að klifra í gær í Valshamri í Hvalfirði með Sigga Ásg vini mínum. Alveg meiriháttar gaman. Gott veður, sól og 16°c hiti en smá vindur.
Mynd Hemmi Sig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2008 | 01:21
Bílar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 01:17
Ísbjarnarblús
Fórum að leita að bangsa í dag. Fundum engan.
Svolítið sérstakt fyrir mig að fara í leitarflug að ísbirni vegna þess að það er frekar óvenjulegt eða eiginlega frekar óheyrt að gera það þar sem ég hef verið að fljúga í Grænlandi enda bjössi um allt þar og ekkert óvenjulegt við að sjá hann úr þyrlunni þar. Hér væri aftur á móti verra fyrir óvant göngufólk að mæta birni að óvörum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 01:07
Mótorhjólamenn
Jón vinur minn kom í heimsókn í dag. Tristan þótti hann nokuð spennandi náungi og Jón eyddi miklum tíma í að kenna Tristan að bera rétt fram Harley Davidson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 20:26
Þokan
Ég gekk á Esjuna í dag. Fínt gönguveður, sæmilega lítið rok og nokkuð þurrt og ágætlega kalt. Betra gerist það varla
Smá skýjað efst og ýmisskonar huldufólk á ferðinni. Eins og t.d. hver tók myndina?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 22:25
Snjókallinn
Er ekki fínt nú í sumarbyrjun að minna aðeins á að það snjóaði nú ágætlega í Hafnarfirði í vetur. Þessi myndarlegi snjókall var á Reykjavíkurvegi og var svo stór að krakkarnir trúðu fyrst ekki að hann væri úr alvöru snjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)