Geimferð

Nú er að styttast að maður getið skellt sér í geimferð.

Virgin Galactic fyrirtækið mun bjóða upp á geimferðir frá Mojave eyðimörkinni í Kaliforníu til að byrja með en í byggingu er stór Spaceport (Geimvöllur!) í New Mexico sem verður tilbúinn 2009/10 og er ætlað að þjóna 50.000 geimferðalöngum næstu 10 árin.

Til að byrja með er áætlað að flogið verði einusinni á viku með geimflauginni Spaceship2. Flaugin tekur 6 farþega og 2 flugmenn (hvar ætli maður geti sótt um vinnu?). Farþegar gangast undir 3 daga þjálfun fyrir ferðina. Flaugin tekur sér far með burðarvélinni Spaceknight2 upp í 50.000´hæð þar sem henni er sleppt og við tekur eldflaugamótor Spaceship 2 sem ber hana í 360.000´hæð á 90 sekúndum og nær þreföldum hljóðhraða. Síðan svífur flaugin á eigin vængjum tilbaka til jarðar.

Maður telst meira að segja til geimfara eftir túrinn, ekki amalegt það.

"The term Astronaut is a derived from Greek words Ajstron ("star") and nautes ("sailor"). The criteria for determining who has achieved human spaceflight vary. In the United States, people who travel above an altitude of 50 miles (80 km) are designated as astronauts. The FAI defines spaceflight as over 100 km (62 miles).Virgin Galactic passengers will receive their Virgin Galactic astronaut wings and may receive FAA astronaut wings as well."

spaceshiptwocombo

Spaceship two og Spaceknight two.

Ræða Burt Rutan (smiður og hönnuður)

Youtube Video

-------

Af Vísir.is

Geimferðir fyrir almenning hefjast í lok næsta árs

mynd

Virgin Galaxy, félag í eigu breska auðkýfingsins Richard Branson, mun hefja geimferðir fyrir almenning í lok næsta árs. Branson kynnti áform sín á fundi í New York síðdegis í gær.

Farið ber nafnið SpaceShipTwo og hafa um 200 manns þegar pantað sér far. Geimferðin hefst með því að flutningavél tekur það á loft og áleiðis í geiminn. Síðan taka vélar geimfarsins við og það mun fljúga upp í 110 kílómetra hæð yfir jörðu.

Eftir rúmlega fjögurra mínútna flug í þyngdarleysinu utan gufuhvolsins mun farið snúa aftur til jarðar. Það er ekki ódýrt að fara í geimflug með Virgin Galaxy því miðinn kostar rúmlega 12 miljónir króna.

Fyrir utan þá 200 sem þegar hafa pantað far hafa 85.000 lýst yfir áhuga sínum á að kaupa farmiða þegar geimfarið er komið í notkun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ert þú búinn að panta miða?

Maggi 31.1.2008 kl. 19:17

2 identicon

Ég ætla nú frekar að reyna að fá vinnu hjá þeim við að stýra og fá borgað fyrir ferðalagið ; )

Walter Ehrat 31.1.2008 kl. 19:40

3 identicon

Ég gæti kokkur í ferðinni og mallað "space balls"

Karl Jóhann Guðmundsson 1.2.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband