Mirage IIIDs

6t1g8699xh5

Þegar ég var í Sviss fyrir nokkrum dögum þá fylgdist ég með, í boði flugmannsins, þegar verið var að undirbúa Mirage þotu fyrir flug á Payerne herflugvellinum.

Þessi þota er ekki lengur í þjónustu Svissneska hersins og er nú með borgaralega skráningu HB-RDF og er rekin af flugsafni og áhugamönnum. Hægt er að kaupa sér far með henni en það kostar Chf18.000.- fyrir 35 mín flug. Fyrsta farþegaflug var í júlí 08 og er hún fullbókuð fram á næsta sumar.

Í Sviss þarf flugherinn að borga háar upphæðir fyrir aðgang að æfingasvæðum í öðrum löndum aðallega fyrrum Júgóslavíu. Ég sagði honum að á Íslandi borguðum við öðrum löndum stórfé til að koma og æfa sig hjá okkur.

21971


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband