Ódýrt já

Treysta "Made in China" já!? Ég held að engum hafi nokkurn tímann fundist það neinn gæðastimpill en maður lætur sig hafa það í sumum vörum af því það er ódýrt. Helst þá í vörum sem skipta ekki svo miklu máli. Ég myndi t.d. ekki kaupa geimflaug eða smokka framleidda í Kína það er alveg klárt. Lönd sem hafa strangar reglur og gott gæðaeftirlit eða mikil réttindi neytenda eru yfirleitt lönd þaðan sem má treysta að framleiðslan sé líklega nokkuð góð eins og t.d. "Made in Germany" TUV og CE gæðavottun eða "Swiss made".

Einnig "Made in USA" eða eins og maður sér stundum líka "Made with pride in the USA". Í Bandaríkjunum er mjög hátt gæðaeftirlit og sterkur réttur neytenda gerir að verkum að framleiðendur komast ekki upp með að framleiða lélegar vörur ef þeir ætla ekki að fara á hausinn. Þar eru í gildi s.k. "Lemon law" sem á við um bíla, tölvur, báta ofl og setur mikla ábyrgð á framleiðendur að selja ekki lélegar vörur og ef það gerist verður framleiðandinn að bæta það sem getur orðið dýrt og ekki hagur neins að framleiða annars flokks vörur.Einnig eru vörur framleiddar til útflutnings frá Japan nokkuð góðar en ég þekki ekki hvernig eftirlit eða neytendalög þar koma að framleiðslunni. Vörur frá Svíþjóð og Danmörku eru líka nokkuð góðar.Annað er nú kannski álitamál og oft tilfinngasemi sem ræður frekar en annað.. ; ) ; ) ; )

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hægt verði að treysta "Made in China"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu bar aftur hásingin fer að detta undan

Magnús 1.10.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Walter Ehrat

Þú ert nú alveg kominn með þessa helv. hásingu á heilann  . Það klikkar ekkert í þessu Ameríska dóti nema eitthvað smotteríi.

Annars var ég að kaupa mér LandRover Defender 130" árg´02 svo að mér leiddist ekki og verkfærin mín verði ekki ónýt af notkunarleysi.

Walter Ehrat, 3.10.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband